Netverð

Þegar amma var ung

3,990 ISK 2,990 ISK

Höfundur Sigrún Huld Þorgrímsdóttir

Þessari bók er ætlað að veita innsýn í daglegt líf Íslendinga á árunum 1925-1955 og opna samskiptaleið milli aldraðra og þeirra sem yngri eru. Bókin er einstaklega skemmtilega og skipulega uppsett og geymir meðal annars íslenskan og erlendan annál þessa tímabils þar sem minnst er á helstu viðburði hvers árs. Veistu til dæmis hvenær sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn, eða hvenær Súperman teiknimyndapersónan kom fram ... Hvenær Kóreustríðið skall á ... hvenær strætisvagnaferðir hófust í Reykjavík ... eða af hverju í ósköpunum það hafi verið bannað að auglýsa dans í útvarpinu? Einstök bók sem opnar fyrir betri samskipti milli fólks á öllum aldri, skilning og sjálfsvirðingu.