Netverð

Til baka

3,490 kr 990 kr

Höfundur Salka Bókaútgáfa

Helgi Guðmundsson hefur skrifað allmargar bækur, allt frá barnabókum til sagnfræðirita. Nefna má þrjár bækur um köttinn Markús Árelíus, sem allar eru löngu uppseldar, og Hvað er á bak við fjöllin, bók um Tryggva Ólafsson myndlistarmann. Í Til baka kveður við nýjan tón. Bókin segir frá sjúkrahúslegu Helga, sem í framhaldi af minniháttar aðgerð varði mánuðum á spítala. Þetta er heillandi bók um blákaldan veruleika sem höfundurinn horfist í augu við af stóískri ró. „Kæri vinur. Ég gekk fullur bjartsýni á tækni og menn inná spítalann snemma í febrúar. ... Klukkan átta ligg ég á skurðarborðinu og allt til reiðu að vinna lítið kraftaverk - tveir skurðlæknar, svæfingalæknir, hjúkrunarfræðingur, nýjasta tækni og sjúklingur í sæmilegum holdum. ... Undir venjulegum kringumstæðum vaknar sjúklingurinn fjótlega eftir að verkinu er lokið, vitundin um veröldina í kring kemur aftur. Það gerðist ekki í mínu tilfelli. ... Ég er tengdur við fullkomnustu tæki, slöngur og tól sem hugsast getur á hátæknisjúkrahúsi. Ef einhver léti eftir sér að slökkva á græjunum, sem halda mér að forminu til á lífi, kæmi ég aldrei aftur til neinnar vitundar. Ef rafmagnið færi, og sjálfvirka gangsetningin á vararafstöð spítalans virkaði ekki, færi allt á sömu leið. Því finnst mér eðlilegt að spyrja: Hvenær er maður dauður og hvenær er maður ekki dauður? Er hægt að vera hvorttveggja?“