Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Óhugnaðurinn sem býr í einangruninni

Refurinn eftir Sólveigu Pálsdóttur er komin út hjá Sölku. Ung erlend kona hefur horfið sporlaust og það er engu líkara en að hún hafi aldrei verið til.

Guðgeir starfar sem öryggisvörður á Höfn í Hornafirði en hann reynir að láta lítið á sér bera eftir að mál sem hann tengdist innan rannsóknarlögreglunnar varð áberandi í fjölmiðlum og hann var sendur í ótímabundið leyfi frá starfi.

Refurinn er fjórða glæpasaga Sólveigar Pálsdóttur. Í bókinni tæpir Sólveig á málefnum innflytjenda á Íslandi. Hún fjallar um óhugnaðinn sem býr í einangruninni, þá sem eiga erfitt að fóta sig í samfélaginu, varnarleysið og óöryggið sem því fylgir sem og þá sem notfæra sér það.

Sólveig Pálsdóttir er menntaður leikari og bókmenntafræðingur. Hún starfaði sem framhaldsskólakennari í 17 ár og hefur komið að ýmsum menningarverkefnum. Hún hefur skrifað fjórar skáldsögur og tvær þeirra hafa komið út í Þýskalandi.

Hér er hægt að kaupa Refinn og lesa fyrsta kaflann í bókinni. 

15. nóvember 2017 eftir Anna Lea Friðriksdóttir