Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Víkingaklappið á kínverska vísu

Hjólatúr YantaiÍ Kína eru margir á hjólum og við ákváðum að gera eins og innfæddir og leigja okkur hjól og skoða borgina. Við hjóluðum meðfram ströndinni og það góða við að hjóla hérna er að það er enginn mótvindur og engar brekkur. Við spændum upp kílómetrana og hjóluðum framhjá endalaust af auðum blokkum. Það er örugglega meira húsnæði laust hérna heldur en það sem búið er í. Fólk á götunni var ekkert að fela hversu skrítnar þeim fannst við vera en við höfum greinilega náð að aðlagast samfélaginu mjög vel því ein spurði okkur hvort við byggjum hér í Yantai. 

ChauteuKínverjarnir eru annars mjög góðir í að finna upp ýmis tilbrigði við hefðbundna drykki. Við stoppuðum á litlu kaffihúsi þar sem við völdum rautt kampavín og bjuggumst við einhverju góðu. Þegar við fengum drykkinn var hann brúnleitur og bragðaðist mjög undarlega. Á næsta borði var strákur sem talaði ensku og hann spurði fyrir okkur hvað væri í þessu. Konan svaraði mjög stolt að þetta væri kók og ekkert annað blandað við freyðivínið. Þetta er mesta sóun á freyðivíni sem hægt er að hugsa sér. Við enduðum svo hjólatúrinn á vínbúgarði í miðri borg sem minnti meira á þýskan herragarð og var mikil sárabót eftir rauða kampavínið. Vínkjallarinn var mjög næs því þar var svo kalt en við erum frekar mikið að stikna hérna allan daginn því 30 gráður plús er svolítið mikið fyrir okkur.  


Vínsafn brandí

 

Við hittum að sjálfsögðu matreiðslubókahöfund þar frá Japan sem við þurftum að leiða í allan sannleikann um kínversk vín. Við fengum að sjálfsögðu að smakka bæði hvítt og rautt vín, hvítvínið var ódrekkandi en rauðvínið var fínt. Við fengum einnig að tappa brandí á flöskur sjálfar og taka með okkur. Það verða einhverjir heppnir sem fá að smakka það en það verður vel geymt á Suðurlandsbrautinni. 

Brennivín

Í Yantai er verið að opna vínsafn með vínum frá öllum heiminum og við komum að sjálfsöðu með Brennivín. Kínverjarnir tóku vel á  móti gjöfinni og fylgir nafn Sölku gjöfinni. Við verðum a.m.k. að koma aftur hingað síðar til að koma á safnið og skoða Brennivínið. Seinnipartinn var svo formleg opnunarathöfn Gourmand verðlaunanna þar sem við gengum með íslenska fánann ásamt öllum öðrum verðlaunahöfunum sem koma frá yfir 50 löndum. 

Eftir opnunarathöfnina var komið að verðlaunaafhendingu fyrir bækur um vín og matreiðslubækur sem gefnar eru út í góðgerðaskyni. Einnig voru sjónvarskokkar og matreiðslubloggarar verðlaunaðir. Annað kvöld er svo komið að verðlaunafhendingunni okkar. Þegar við vorum búnar að losa okkur við brennivínið klæddum við okkur upp í hefðbundinn kínverskan fatnað og vöktum gífurlega lukku meðal kínverskra vina okkar sem gengu framhjá. 

DinnerUm kvöldið var gala kvöldverður þar sem boðið var upp á hefðbundinn kínverskan mat, skelfisk, kjöt og grænmeti í mismunandi sósum, allt mjög gott en við pössuðum á soðnu fiskibollunum. Að sjálfsögðu voru einhverjar ræður og formleg dagskrá og til að peppa stemninguna tóku kínversku kynnarnir víkingaklappið og fengu salinn með sér eins og ekkert væri eðlilegra. Sessunautar okkar í matnum eru þaulreyndir í matarbransanum en þeir sjá meðal annars um matinn á Nóbelsverðlaununum. 


Meira á morgun... 

28. maí 2017 eftir Dögg Hjaltalín