Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Íslenskur aðall

2,690 ISK

Höfundur Þórbergur Þórðarson

Íslenskur aðall gerist sumarið 1912 þegar Þórbergur Þórðarson var rúmlega tvítugur og segir frá misheppnuðum tilraunum hans til að ná sambandi við „elskuna“ sína; stúlkuna sem hann þráir.

Sumarvinna hans hefst norður í Hrútafirði, skammt frá heimili hennar, svo heldur hann til Siglufjarðar og þaðan til Akureyrar í síld, snýr síðan til baka og endar á hinni frægu framhjágöngu. Í leiðinni kynnist hann hópi af lífsglöðum piltum sem flestir þrá að verða skáld og aðeins tímaspursmál hvenær þeir sigra heiminn.

Grátbrosleg ævintýri þeirra í frásögn Þórbergs hafa skemmt íslenskum lesendum í meira en sjötíu ár.