Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bakað úr súrdeigi rokselst

Súr­deigs­bakst­ur nýt­ur gríðarlegra vin­sælda um þess­ar mund­ir ef marka má mynd­ir af girni­leg­um ný­bökuðum brauðum á sam­fé­lags­miðlum. Bók­in Bakað úr súr­deigi sem Salka gef­ur út hef­ur rokið út bæði í vef­versl­un þeirra og sömu sögu má segja úr öðrum bóka­búðum sem senda bæk­ur heim.

Súr­deigs­bakst­ur krefst smá þol­in­mæði og tíma og gæti það verið ástæða þess að marg­ir hafa loks­ins haft tíma til að stunda þenn­an skemmti­lega bakst­ur.

Bók­in Bakað úr súr­deigi er frá­bært grund­vall­ar­rit um heim súr­deigs­bakst­urs og kjör­in fyr­ir þá sem vilja kynn­ast súr­deigs­gerð og töfra fram ljúf­feng­ar kræs­ing­ar í eld­hús­inu heima.

Upp­skrift­ir bók­ar­inn­ar eru aðgengi­leg­ar og fjöl­breytt­ar – rúg­brauð, pítsa­botna, vöffl­ur, kanil­snúða og margt fleira má finna í bók­inni. Og að sjálf­sögðu allt úr súr­deigi!

Fyr­ir áhuga­sama um súr­deigs­bakst­ur er einnig hægt að hlusta á hlaðvarpsþátt Sölku þar sem Helga Arn­ar­dótt­ir ræðir við ástríðusúr­deigs­bak­ar­ana Ragn­heiði Maí­sól og Ágúst Fann­ar Einþórs­son, bet­ur þekkt­an sem Gústa í Brauð & co. Hvort sem þú ert að hugsa um að stíga þín fyrstu skref sem súr­deigs­bak­ari eða hef­ur gert ótal til­raun­ir að hinu full­komna súr­deigs­brauði þarftu að hlusta á þenn­an þátt.

2. apríl 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir