Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bakað úr súrdeigi rokselst

Bakað úr súrdeigi rokselst

Súr­deigs­bakst­ur nýt­ur gríðarlegra vin­sælda um þess­ar mund­ir ef marka má mynd­ir af girni­leg­um ný­bökuðum brauðum á sam­fé­lags­miðlum. Bók­in Bakað úr súr­deigi sem Salka gef­ur út hef­ur rokið út bæði í vef­versl­un þeirra og sömu sögu má segja úr öðrum bóka­búðum sem senda bæk­ur heim.

Súr­deigs­bakst­ur krefst smá þol­in­mæði og tíma og gæti það verið ástæða þess að marg­ir hafa loks­ins haft tíma til að stunda þenn­an skemmti­lega bakst­ur.

2. apríl 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Nýtt hlaðvarp um súrdeigsbakstur

Nýtt hlaðvarp um súrdeigsbakstur

Helga Arnardóttir ræðir hér við ástríðusúrdeigsbakarana Ragnheiði Maísól og Ágúst Fannar Einþórsson, betur þekktan sem Gústa í Brauð & co. Hvort sem þú ert að hugsa um að stíga þín fyrstu skref sem súrdeigsbakari eða hefur gert ótal tilraunir að hinu fullkomna súrdeigsbrauði þarftu að hlusta á þennan þátt!