Fíasól gefst aldrei upp
4,990 ISK
Höfundur Kristín Helga Gunnarsdóttir
Nú snýr Fíasól aftur, tíu ára og kraftmeiri en nokkru sinni fyrr. Hún stofnar björgunarsveit sem berst fyrir réttindum barna, glímir við tuddana í bekknum og spilar stuðbolta.
„Fyrir hvaða aldur er þessi bók?“ spyr amma í bókabúð.
„Sjáðu til, amma,“ svarar Fíasól. „Þessi bók er fyrir alla sem hafa áhuga á börnum. Hún er fyrir barnalega fullorðna og fullorðinsleg börn. Hún er um sterka stráka og kraftastelpur.“
„Já, er þessi bók þá fyrir stelpur?“ spyr amman og skoðar stelpuna framan á kápunni.
„Nei, nei, alls ekki!“ svarar Fíasól. „Þetta er bók fyrir alla krakka af því að strákar og stelpur eiga heiminn saman.“
Kristín Helga Gunnarsdóttir er margverðlaunaður fjölskyldubókahöfundur og Fíusólarbækurnar hafa þrívegis hlotið Bókaverðlaun barnanna. Halldór Baldursson er sérfræðingur í því að teikna Fíusól, vini hennar og vandamenn. Enginn annar í heiminum getur það jafn vel og hann.