Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Salka er á Hverfisgötu 89-93 og þar er rekin bókaútgáfa og bókabúðAllir hjartanlega velkomnir!

Opnunartími 

Opið er frá kl.11-18 á virkum dögum og 12-16 á laugardögum. Lokað er á sunnudögum. Sláið endilega á þráðinn til okkar í síma 776 2400 eða sendið okkur línu á salka@salka.is ef þið viljið ná í okkur utan opnunartíma.

Opnunartími í desember 2023

Opið er virka daga frá 11-18, laugardaga og sunnudaga frá 12-16. Frá og með 18. desember er opið frá 11-22 alla daga fram að jólum. Á aðfangadag er opið frá 10-12 og lokað er 25. og 26. desember. Lokað er 31. desember.

Salka var stofnuð árið 2000 og gefur út allt frá matreiðslubókum að ljóðabókum og frá fræðibókum að barnabókum. Útgáfan er rekin af Dögg Hjaltalín og Önnu Leu Friðriksdóttur, sem jafnframt eru eigendur hennar. Í gegnum tíðina hefur Salka gefið út gott úrval handbóka og ætlum við okkur að halda því áfram í bland við útgáfu á góðum barnabókum, skáldsögum, bókum almenns eðlis og öllu því sem gefur lífinu lit. 

Við gefum út bækur undir merkjum Sölku en fyrirtækið okkar heitir Útgáfuhúsið Verðandi. 

Skil á handritum

Ef þú telur þig luma á góðri hugmynd að bók máttu fylla út eftirfarandi eyðublað og senda okkur á handrit@salka.is. Við skoðum allt frá hugmyndum á grunnstigi til fullunna handrita sem berast í tölvupósti og vekjum athygli á að við tökum handrit sem berast til okkar með öðrum leiðum ekki til skoðunar.

Við förum yfir öll eyðublöð sem berast með fagráði Sölku, sem er vel valinn hópur sérfræðinga á sviði bókaútgáfu. Fundir fagráðsins eru haldnir reglulega eftir þörfum. Öllum fyrirspurnum verður svarað. Við vekjum athygli á því að við skoðum ekki handrit sem eru í skoðun hjá öðrum útgefendum á sama tíma. 

 

Hafið samband

Dögg Hjaltalín, framkvæmdastjóri

Anna Lea Friðriksdóttir, útgefandi

s. 776 2400

salka@salka.is