Salka var stofnuð vorið 2000 en við tókum við keflinu í október 2015. Síðan þá höfum við gefið út hátt í 20 titla og stefnum ótrauðar á enn frekari útgáfu á næstu misserum. Salka hefur verið útgáfa á kvenlegu nótunum og erum við stoltar af þeirri arfleið en útilokum þó alls ekki karlana og er Stóra bókin um villibráð gott dæmi um fjölbreytileika útgáfunnar. Í gegnum tíðina hefur Salka gefið út gott úrval handbóka og ætlum við okkur að halda því áfram í bland við útgáfu á góðum barnabókum, bókum almenns eðlis og öllu því sem gefur lífinu lit.

 

Hér fagna Anna Lea og Dögg því að 20 titlar hafa verið gefnir út hjá Sölku frá því að þær tóku við. 

Salka er til húsa á Suðurlandsbraut 4, 2. hæð, 108 Reykjavík og er bæði bókabúð og bókaútgáfa.

Allir eru hjartanlega velkomnir að skoða og kaupa bækur á forlagsverði (sama verði og í netverslun).

Við erum með opið á virkum dögum milli klukkan 13 og 16 en endilega sláið á þráðinn ef þið viljið ná á okkur á öðrum tíma í síma 776-2400.

Kort á ja.is

Við köllum okkur Sölku en félagið heitir Útgáfuhúsið Verðandi. 

Skil á handritum

Ef þú telur þig luma á góðri hugmynd að bók máttu fylla út eftirfarandi eyðublað og senda okkur á handrit@salka.is. Við skoðum allt frá hugmyndum á grunnstigi til fullunna handrita. Farið verður yfir öll eyðublöð sem berast með fagráði Sölku, sem er vel valinn hópur sérfræðinga á sviði bókaútgáfu. Fundir fagráðsins eru haldnir reglulega eftir þörfum. Öllum fyrirspurnum verður svarað. Við skoðum ekki handrit sem eru í skoðun hjá öðrum útgefendum á sama tíma. 

Opnunartími

Opið er alla virka daga milli kl.13 og 16 og eru allir velkomnir að versla hjá okkur á sama verði og á netinu. 

Hafið samband

Dögg Hjaltalín, framkvæmdastjóri

Anna Lea Friðriksdóttir, útgefandi

s. 776 2400

salka@salka.is