Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Hetjurnar á HM 2026
6,190 ISK
Höfundur Illugi Jökulsson
Bestu leikmenn heims undirbúa sig fyrir stærsta sviðið! HM karla 2026 verður stærra og glæsilegra en nokkru sinni fyrr. Hundruð frábærra fótboltamanna munu leggja sig alla fram fyrir land sitt og þjóð – en hverjir munu skara fram úr? Verður Haaland markakóngur? Verður Mbappé besti maður mótsins? Verður Lamine Yamal alheimsstjarna? Verður Messi með?
Hér finnur þú allt um hetjurnar sem munu prýða vellina og sjónvarpsskjáina sumarið 2026 – og allt um framgang Íslands líka!
Líflegur og fróðlegur texti, flottar myndir, skemmtilegar staðreyndir!