Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

SkuldaDagur

5,990 ISK

Höfundur Bergrún Íris Sævarsdóttir, Sigmundur B. Þorgeirsson

Blóðþyrstu unglingarnir Dagur og Ylfa snúa aftur í æsispennandi, bráðfyndinni og sjóðheitri sögu. Hver er dr. Argus og hvað hafa dularfull samtök lækna og vísindamanna í hyggju fyrir Norðurlöndin? Getur Dagur hamið hungrið nógu lengi til þess að bjarga Ylfu? – og af hverju þarf hann alltaf að fá standpínu á verstu mögulegu stundu?

Bókin er framhald hrollvekjuástarsagnanna VeikindaDags og NammiDags. 

Vinsamlegast hafið í huga að bókin er fyrir unglinga og eldri lesendur en hvorki ætluð börnum né viðkvæmum sálum.

Höfundarnir hafa hlotið verðskuldað lof lesenda og gagnrýnenda og hafa fengið bæði verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.