Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Og þaðan gengur sveinninn skáld
6,990 ISK
Höfundur Guðmundur Andri Thorsson og Örnólfur Thorsson
Thor Vilhjálmsson (1925–2011) var einn frumlegasti og áhrifamesti höfundur okkar á síðari hluta síðustu aldar og fram á þessa, auk þess sem hann var óþreytandi menningarfrömuður og áberandi í þjóðlífinu.
Í tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu Thors minnast samferðamenn, fræðimenn, þýðendur og aðrir rithöfundar hans, hver frá sínum sjónarhóli, og varpa ólíku ljósi á þennan flókna höfund og margbrotna persónuleika. Hér eru stuttar svipmyndir, fræðilegar úttektir, ljóð og teikningar. Synir Thors, Örnólfur og Guðmundur Andri, söfnuðu greinunum og völdu einnig stutta texta úr verkum hans sem birtir eru á milli greinanna. Innleggin eru á fjórða tug og að auki er í bókinni fjöldi mynda.