Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Sveindís Jane - saga af stelpu í fótbolta

4,490 ISK 3,990 ISK

Höfundur Sveindís Jane Jónsdóttir

Sveindís Jane Jónsdóttir er nú í röð fremstu fótboltakvenna heims. Þessi lykilmanneskja í íslenska landsliðinu hafði þó meiri áhuga á að renna sér á hjólabretti en fótbolta þegar hún var að alast upp á Reykjanesinu en dag einn barst henni bréf.

Sagan af því þegar hún fann fótboltann og uppgötvaði að hún hljóp hraðar en hinir á vellinum er leiftrandi skemmtileg. Hin stórkostlega móðir frá Gana og hinn rólyndi faðir styðja hana með ráð og dáð á vegferð hennar frá því að hún er send í markið fram að því að henni er boðið að mæta á landsliðsæfingu. Hér er á ferð saga sem hittir alla fótboltaunnendur í hjartastað.