Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Andrými

7,990 ISK

Höfundur Eiríkur Jónsson

Sögur þessarar bókar kallar höfundur kviksögur. Þær eru gjarnan óvæntar og skrítnar, sumar sannar og aðrar augljóslega lognar. Sögurnar spretta úr kviku tilverunnar, staða mannsins í heiminum er hér sínálægt viðfangsefni, en eru annars síkvikar í eðli sínu og efni.
Hér stíga fram sérstæðar persónur af ýmsu tagi og fá rödd og rými. Þar má til dæmis nefna hvíslarann sem liggur svo lágt rómur, lækni sem gerðist flísaleggjari hjá Handvömm ehf., þann dagfarsprúða sem umhverfist við skákborðið, litla fjárfestinn sem fær borgað fyrir að mæta ekki á aðalfundi vegna erfiðra spurninga, gírkassasérfræðinginn sem sífellt skiptir um skoðun, lækni sem einungis getur greint sjúkdóma í gegnum nefið, klæðskerann með röntgenaugun ...

Mál. 

Klæðskeraiðn varð fyrir valinu af hagnýtum ástæðum. Fjölskyldu minni þótti langskólanám tímafrekt og krafðist þess að ég drægi björg í bú. Klæðskerar hafa verið í ætt minni mann fram af manni og rökrétt að ég legði þá iðn fyrir mig. Ég hafði hins vegar brennandi áhuga á því að verða læknir en lét mér nægja að lesa þau fræði í tómstundum. Mér gengur vel í mannlegum samskiptum og hef myndað sterkt samband við marga viðskiptavini. Karlar trúa mér fyrir sínum leyndustu málum þegar þeir standa á nærfötunum einum ...

Eiríkur Jónsson er læknir.