Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Ástin fiskanna

4,690 ISK

Höfundur Steinunn Sigurðardóttir

Samanta og Hans hittast fyrir tilviljun í útlendri borg, skoða saman kastala og skála á bar. Heima á Íslandi rekast þau hvort á annað á ný og eftir koss undir reynitré um miðja sumarnótt verja þau saman óviðjafnanlegum degi fram á kvöld. Hans er á leið í ferðalag en Samanta kýs að fylgja honum ekki – og þar með er öllu lokið, hvort fer sína leið.

 

Ástin fiskanna er einstök saga um ást sem ekki fær að dafna. Samanta segir söguna eftir á, þriggja ára sögu um kalda ást sem þó er heitari en heit; á yfirborðinu er frásögnin hárbeitt, kaldhæðin og fyndin en undir niðri harmþrungin og sár. Stíllinn er fágaður og snjall, náttúrulýsingarnar magnaðar og treginn djúpur. Bókin vakti verðskuldaða athygli og hlaut mikið lof þegar hún kom fyrst út árið 1993 og þessi heillandi saga hefur alla tíð átt trygga aðdáendur heima og erlendis

 

Eleonore Gudmundsson íslenskulektor og þýðandi ritar eftirmála.