Banvænn sannleikur
4,490 ISK
Höfundur Angela Marsons
Hve langt myndir þú ganga til að gæta myrkustu leyndarmála þinna?
Þegar táningurinn Sadie Winter stekkur fram af þakinu á skólanum sínum er dauði hennar álitinn sjálfsvíg – hún hafði átt við ýmsa erfiðleika að stríða. En svo finnst lík ungs drengs í sama skóla og rannsóknarfulltrúanum Kim Stone finnst augljóst að þessi dauðsföll eru af manna völdum.
Þegar Kim og liðið hennar byrja að fletta ofan af leyndarmálunum sem tengjast skólanum virðist einn kennarinn vita hvað býr að baki en áður en þau ná að tala við hana finnst hún einnig látin.
Líf fleiri barna eru í hættu og Kim verður að velta fyrir sér því sem er óhugsandi – hvort annar nemandi geti borið ábyrgð á morðunum. Hún þarf að leita á náðir fyrrverandi andstæðings síns, Alex Thorne, siðblinda geðlæknisins sem reyndi að leggja líf Kim í rúst, til að fræðast um börn sem drepa.
Kim finnur tengsl á milli morðanna og busavígsluhrekks sem framinn var í skólanum mörgum árum áður. Til að bjarga börnunum verður hins vegar að færa fórnir – og liðið hennar Kim upplifir það á eigin skinni.
Þessi hreint ótrúlega grípandi glæpasaga frá metsöluhöfundinum heldur lesandanum í heljargreipum fram á síðustu blaðsíðu.