Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Betri líðan á breytingaskeiði
4,690 ISK
Höfundur Severine Menem
Mataræði, lífsstíll og uppskriftir sem auka orku og vellíðan kvenna á breytingaskeiði og í aðdraganda þess.
Konur geta lágmarkað einkenni breytingaskeiðsins og hámarkað lífsgæði með því að huga betur að daglegu mataræði. Í bókinni er að finna sérsniðna ráðgjöf um næringu og lífsvenjur sem koma jafnvægi á hormónin, styrkja bein og vöðva og hafa jákvæð áhrif á geðheilsuna.
Næringarráðgjöfinni er fylgt eftir með yfir áttatíu girnilegum og ljúffengum uppskriftum.
Halla Kjartansdóttir þýddi.