Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Bíll og bakpoki

5,990 ISK

Höfundur Páll Ásgeir Ásgeirsson

Þeir sem unna útivist og heillast af einstæðri náttúru landsins eru ávallt á höttunum eftir spennandi gönguleiðum. Bókin Bíll og bakpoki kom fyrst út árið 2006 en hefur nú verið rækilega uppfærð og nýjum gönguleiðum bætt við.

Leiðirnar eru af ýmsu tagi og sýna vel fjölbreytileika íslenskrar náttúru. Valið stendur um að ganga um gróið land eða auðnir fjarri almannaleiðum, um eyðibyggðir eða leyndar perlur í grennd við þéttbýli. Allar leiðirnar enda á sama stað og þær hófust við bílinn.