Handbók, sýnisbók eða flettirit um innsæi og útsýni; listræn skýrsla eða leiðarvísir um auðn, innlönd, umbreytingar, náttúruvernd, bláma og þrá.
Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bláleiðir - bókverk um æviverk
15,990 ISK
Höfundur Oddný Eir Ævarsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Snæfríð Þorsteins
Við sláumst í för með myndlistarkonu sem í fjöldamörg ár ferðaðist um landið og skráði hjá sér hugleiðingar og upplifanir. Í þeirri óvissuferð könnum við leiðir til að lesa og nema land. Ummerki veðurs og umhleypinga, umritanir og tilraunir birtast hér og gefa okkur hlutdeild í ævilangri leit og lífsfafstöðu. Bláleiðir er innsýn í æviverk listakonu og móður sem umbreytir rústum til að skapa leikrými og jafnvægi milli fjölskyldulífs og listar, samræðu og íhugunar.