Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Blinda

3,990 ISK

Höfundur Ragnheiður Gestsdóttir

Þegar sjónin dofnar og myrkrið færist nær verður eitt - og aðeins eitt - skýrt og augljóst. Glæpsins þarf að hefna. En hvernig á hún að fara að því?

Sólveig er ósköp venjuleg kona; tæplega sextug ekkja, móðir og amma. Glæpur sem framinn var fyrir mörgum árum hefur mótað líf hennar og fjölskyldunnar, þótt enginn viti af honum nema hún sjálf. Og hann. Sá sem þarf að deyja.

Blinda er þriðja glæpasaga Ragnheiðar Gestsdóttur. Fyrri bækur hennar eru Úr myrkrinu og Farangur sem hlaut Blóðdropann árið 2021 og er tilnefnd til Glerlykilsins 2023.