Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Borð fyrir einn

7,490 ISK

Höfundur Nanna Rögnvaldardóttir

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Að elda fyrir einn – girnilegan, hollan, einfaldan og bragðgóðan mat af öllu tagi – þarf ekki að þýða eilífa afganga og sama matinn marga daga í röð. Það er ekkert mál að elda litla skammta og sífellt fleiri búa einir og þurfa á því að halda.

Í þessari bók eru allar uppskriftir ætlaðar fyrir einn, hvort sem um er að ræða hversdagsrétti eða veislumat, pottrétti og súpur eða létta rétti, kjötrétti, fiskrétti eða grænmetisrétti, eftirrétti, kökur eða meðlæti.

Nanna Rögnvaldardóttir gefur hér uppskriftir að matnum sem hún ber á borð fyrir sig eina.