Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Carpe diem

1,990 ISK

Höfundur Eyrún Ýr Tryggvadóttir

„Ástin er flókið fyrirbæri. Að vera í 10. bekk er áskorun útaf fyrir sig. Að eiga vonlausa foreldra sökkar feitt.“ Carpe Diem er eftir Eyrúnu Ýr Tryggvadóttur og Kristjönu Maríu Kristjánsdóttur. Birna er ný í skólanum og hálfutanveltu. Heimilislífið er ekki upp á sitt besta, enda á móðir hennar við ýmis vandamál að stríða og föður sinn hefur Birna hvorki séð né heyrt í mörg ár.

Fyrirmyndarunglingurinn Hallgrímur æfir fótbolta og spilar á gítar. Hann á samheldna fjölskyldu og hefur allt til alls. Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn eiga þau margt sameiginlegt. Inn í söguna fléttast samskipti við skólafélagana og fjölskylduátök að ógleymdri ástinni sem aldrei er langt undan.

Eyrún Ýr Tryggvadóttir hefur áður sent frá sér þrjár skáldsögur hjá Sölku Hvar er systir mín (2008), Fimmta barnið (2009) og Ómynd, en eru hinar síðari tvær sjálfstætt framhald. Þetta er fyrsta skáldsaga Kristjönu Maríu en hún hefur samið þrjú leikrit sem sett hafa verið upp með unglingum víða um land. Kristjana María er grunnskólakennari á unglingastigi og hefur starfað með ungu fólki á ýmsum sviðum.