Draugasaga
3,490 ISK
Höfundur Títus Maccíus Plátus
Draugasaga mun vera fyrsta rómverska leikritið sem út kemur á íslensku. Höfundur þess, Plátus, naut gríðarlegra vinsælda fyrir skopleiki sína meðal Rómverja, þegar ferill hans var í blóma í kringum aldamótin 200 f.Kr.
Draugasaga fjallar um heimkomu húsbónda nokkurs eftir að sonur hans og þjónalið hafa sólundað nær öllum eigum hans. Verkið hefur að geyma ýmsar helstu staðalpersónur Plátusar og er fullt af ólíkindalegri fyndni. Það gefur þó einnig nokkra mynd af samfélagsháttum eins og þeir munu hafa verið í Róm um daga höfundarins.
Þýðingu Guðjóns Inga Guðjónssonar fylgir afar fræðandi inngangur um hinn rómverska skopleik og leikhúshefðir tímabilsins, auk viðauka um staðalpersónur og samtímavísanir. Þá hefur verið bætt við verkið leiðbeiningum og skýringum til að auðvelda nútímalesendum skilning á verkinu.