Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Dreim: Fall Draupnis

5,990 ISK

Höfundur Fanney Hrund Hilmarsdóttir

Bella þráir ekkert heitar en komast burt frá myrkrinu í mömmu. Eftir að hún, Alex og Asili lenda í átökum uppi við fossinn fær Bella óskina uppfyllta. Aldrei hefði hana þó órað fyrir að vakna handan skilanna. Hvað þá að líf allra sem þau elskuðu ylti á baráttu þeirra í nýrri veröld, í nýjum sporum – en með gamlan óvin sér við hlið.

Tvisvar hefur sálum þessa heims stafað ógn af myrkrinu hinum megin. Tvisvar hafa fulltrúar raunheima verið sendir í gegnum skilin. Einu sinni hefur dreimförum tekist ætlunarverkið, einu sinni mistekist.

Í Dreim, þar sem draumarnir eiga heima, ráða tunglin fjögur gangverki heimsins. Aðeins á jafntunglum opnast fossarnir á mörkum landanna fjögurra. Aðeins þá eiga þau von um að komast undan Valdinu, þjónum þess og herrum.

Hvað gerist þegar Draupnir, máttugasta vera Dreim, fellur? Hvað verður um dreimfarana ef fossinn lokast áður en þau stökkva?

Fanney Hrund er fædd árið 1987. Eftir útskrift úr lögfræði starfaði hún sem lögfræðingur í nokkur ár. Síðla árs 2016 lagði Fanney inn héraðsdóms-lögmannsréttindi sín og hélt af stað í ferðalag um Afríku, Asíu og Eyjaálfu, ásamt eiginmanni sínum. Eftir ár á faraldsfæti komu þau sér fyrir í Ástralíu þar sem Fanney hófst handa við uppbyggingu ævintýraheims sem byggir á kenningu réttarheimspekingsins John Rawls um fávísisfeldinn; kenningu um hvernig byggja megi samfélag á grunni sanngirni og réttlætis og þar með veita öllum þegnum samfélagsins jafnan rétt til að blómstra.