Eg skal kveða um eina þig alla mína daga - ástarljóð Páls Ólafssonar
3,990 ISK
Höfundur Páll Ólafsson
Eftir Pál Ólafsson liggur mesta safn ástarljóða nokkurs íslensks skálds. Ástarljóðin eru fyrst og síðast skáldleg tilfinningatjáning en í tímaröð mynda þau jafnframt sögu sem einnig er skýrð með stuttum lesköflum. List Páls er borin uppi af eldi hjartans, hröðum æðaslætti og óvenju léttvængjuðum orðum. Kvæðin grípa okkur enn fastari tökum þegar þau, eitt af öðru, svipta hulunni af ástarsögu þeirra Páls og Ragnhildar Björnsdóttur. „Mín kvæði eru minn innri maður en engin uppgerðarpóesí,“ skrifaði Páll Ólafsson um kveðskap sinn.
[Fyrst satt eg ekki segi]
Fyrst satt eg ekki segi
svo er best eg þegi
en eg get ekki þagað
af því hjartað dagað
hefur uppi hjá þér
og hleypur aldrei frá þér.
Það að nátttrölli orðið er
ástin mín kær, í faðmi þér.
[Ástríku augun þín]
Ástríku augun þín eilífðar stúlkan mín rændu mig ró.
Ofin með æðum blá eins hvít og mjöll að sjá mundin þín mjúk og smá mig að sér dró.
Hvíldi´ eg við heilagt brjóst, hjarta þitt fann ég slóst, mín hjartans mey.
Eftir þann ástarfund eg man þig hverja stund, uns sé þig sætan blund sofna ég ei.