Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Eldur í höfði

2,999 ISK

Höfundur Karl Ágúst Úlfsson

Þetta eru ekki mínar hugsanir. Þær bara koma. Ég veit ekki hvaðan og ég get ekki stjórnað þeim á nokkurn hátt. Ein af annarri læðast þær inn í höfuðið á mér.

Hver hugsun er vagn sem tengist við vagn sem tengist við vagn. Höfuðið á mér er lestarstöð þar sem fleiri og fleiri lestir renna stjórnlaust inn. Einn daginn springur það. Höfuðið á mér.

Karl Ágúst Úlfsson hefur skrifað fjölda leikrita, söngleikja, útvarps- sjónvarps- og kvikmyndahandrit, ljóð og söngtexta, auk þess að vera mikilvirkur þýðandi. Hann hefur sent frá sér tvö smásagnasöfn. Eldur í höfði er hans fyrsta skáldsaga.