Englar alheimsins
4,690 ISK
Höfundur Einar Már Guðmundsson
„Kleppur er víða,“ er fleyg setning úr þessari víðlesnu verðlaunabók Einars Más Guðmundssonar. Fáar íslenskar skáldsögur hafa hitt þjóðina jafn rækilega í hjartastað og sagan af Páli sem hér rekur ævi sína allt frá táknrænum draumi móðurinnar nóttina áður en hann fæðist og þar til yfir lýkur. Lýsingin á því hvernig skuggi geðveikinnar fellur smám saman á líf hans og fjölskyldu er átakanleg en þrátt fyrir að sagt sé frá djúpri örvæntingu og beiskum örlögum er sagan gædd einstakri hlýju og húmor bæði í frásögn og stíl.
Bókin kom fyrst út árið 1993 og er ein víðförlasta íslenska skáldsagan fyrr og síðar. Eftir henni var gerð vinsæl kvikmynd, hún hefur verið sviðsett í leikhúsi og margoft gefin út á íslensku en jafnframt verið þýdd á tugi tungumála og komið út víða um heim. Fyrir hana hlaut Einar Már Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1995. Árni Matthíasson skrifar eftirmála þessarar útgáfu.