Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Fólkið í vitanum

8,490 ISK

Höfundur Reynir Traustason

Fólkið í vitanum er samfelld saga vitavarða og fjölskyldna þeirra í Hornbjargsvita í 65 ár. Tímabil sagnanna spannar allt frá byggingu vitans, árið 1930, fram til ársins 1985 þegar búseta í vitanum var lögð niður. Í bókinni er lýst baráttu fólksins og þeim mannraunum sem voru óumflýjanlegar. Þá er það glíman við einmanaleikann á stað þar sem engir komu mánuðum saman aðrir en varðskipsmenn.

Harmþrungnar, glaðbeittar og sumpart ævintýralega fjarstæðukenndar frásagnir af fólki sem átti það sameiginlegt að velja sér búsetu á einum afskekktasta og harðbýlasta stað landsins. Reynir Traustason skrifaði bókina á árunum 2019-2025. Hún byggir á fjölda viðtala, bréfaskriftum og rituðum útgefnum heimildum um líf og starf í vitanum og nágrenni hans. Reynir sameinar reynslu sína úr fjölmiðlum og af gönguferðum og fararstjórn um fjöll og firnindi.