Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Frumbyrjur
7,990 ISK
Höfundur Dagur Hjartarson
Það er aðfangadagur og hjónin á Kölduhömrum búa sig undir jólahaldið. Handan áramóta eiga þau von á sínu fyrsta barni og spennan í kviðnum smitar andrúmsloftið. Snjórinn hleðst upp og vegurinn út úr firðinum hefur ekki enn verið ruddur. Þegar kýrin á bænum tekur sótt hrökkva dyr upp á gátt sem ekki verður lokað.
Frumbyrjur er fimmta skáldsaga Dags Hjartarsonar, sem hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Ljósagang (2022) og einróma lof fyrir Sporðdreka (2024).