Frumkvöðull við skólastjórn
6,990 ISK
Höfundur Björn Jón Bragason
Hér er rakin saga Þorvarðar Elíassonar, fyrrum skólastjóra Verzlunarskóla Íslands, frá æskuárum hans í Hnífsdal, sagt frá skólaárum, starfsferli, viðhorfum og fjölskyldu.
Hér er rakin saga Þorvarðar Elíassonar, fyrrum skólastjóra Verzlunarskóla Íslands, frá æskuárum hans í Hnífsdal, sagt frá skólaárum, starfsferli, viðhorfum og fjölskyldu. Bókina prýðir fjöldi mynda og ellefu samferðamenn segja frá kynnum sínum af þeim hjónum, Þorvarði og Ingu Rósu Sigursteinsdóttur. Sem skólastjóri gerði Þorvarður kröfur um aga og vinnusemi nemenda, lagði áherslu á bekkjarkerfi og að nemendum væri raðað í samræmi við getu. Á sama tíma varð Verzlunarskólinn tæknivæddastur allra framhaldsskóla en Tölvuháskóli Verzlunarskólans lagði grunn að tölvubyltingunni sem varð á tíunda áratug síðustu aldar. Hér birtist því framsækin hugsjón um skólastarf á grundvelli íhaldssemi í besta skilningi þess orðs.
Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og lögfræðingur, skrásetti.