Fullorðið fók er saga um afbrýðisemi og skömm þannig að lesandinn fyllist sælublöndnum hryllingi. Ida er arkitekt á fertugsaldri, einstæð og barnslaus sem þráir að eignast fjölskyldu og persóna Idu lýsir blátt áfram skelfilegu sálarangri þess öfundsama. Saga um útslitin fjölskyldubönd, eigingirni, og skömmina sem fylgir ástlausri tilvist.
Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt
Fullorðið fólk
4,290 ISK
Höfundur Marie Aubert
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Ida er arkitekt á fertugsaldri, einstæð og barnslaus en þráir að eignast fjölskyldu. Hún er á leið í sumarparadís æsku sinnar, þar sem til stendur að fagna 65 ára afmæli móður hennar. Í sumarbústaðnum bíður litla systir hennar, Marta, ásamt kærasta sínum og bónusbarni. Þetta hefði geta orðið gott frí ef ekki hefði verið fyrir gleðifréttirnar sem Marta færir.