Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Furðufjall (2): Næturfrost

3,490 ISK

Höfundur Gunnar Theodór Eggertsson

Næturfrost er önnur bókin í æsispennandi  og ríkulega myndskreyttri ævintýraseríu fyrir börn og unglinga. Þetta bindi hefst á því að Andreas og föruneyti hans hafa numið land á Hulinseyju. Álfarnir taka vel á móti þeim þótt þeir haldi þó ákveðinni fjarlægð. Íma glímir við nornanámið og kemst á snoðir um hræðilegt leyndarmál sem falið er í fjallinu. En skuggahliðar eyjunnar koma þó fyrst í ljós þegar nóttin skellur á …