Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Fyrstu 1000 dagarnir

4,690 ISK

Höfundur Sæunn Kjartansdóttir

Börn fæðast með alla burði til að verða skynsamar, réttsýnar og góðar manneskjur og það er undir okkur fullorðna fólkinu komið að gera þeim það kleift.

Rannsóknir sýna að fyrstu þúsund dagarnir í lífi barns – frá getnaði til tveggja ára aldurs – hafa afgerandi áhrif á framtíðarheilbrigði þess. Ástrík og næm samskipti á þessum tíma leggja mikilvægan grunn að þroska barnsins sem vitsmuna-, tilfinninga- og félagsveru. Þess vegna þarf það nærgætna umönnun frá fólki sem þykir vænt um það, skilur þarfir þess og hefur þær í fyrirrúmi.

Fyrstu 1000 dagarnir
er aðgengileg handbók fyrir foreldra sem byggir á tengslakenningum, nýjustu rannsóknum í taugavísindum og sálgreiningu. Hér eru gefin góð ráð um hvernig foreldrar geta búið sig undir fæðingu barns og annast það og örvað fyrstu árin með það að leiðarljósi að byggja upp heilbrigðan og ástríkan einstakling.

Sæunn Kjartansdóttir er einn af stofnendum Miðstöðvar foreldra og barna sem sérhæfir sig í tengslaeflandi meðferð foreldra og ungbarna. Hún hefur sinnt sálgreiningu í aldarfjórðung og er höfundur bókarinnar Árin sem enginn man.