Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Geirmundar saga heljarskinns

3,690 ISK

Höfundur Bergsveinn Birgisson

Geirmundur heljarskinn var sagður göfugastur allra landnámsmanna á Íslandi. Þó hefur sögu hans aldrei verið haldið á lofti - fyrr en nú. Enda má segja að hann sé, þegar öllu er á botninn hvolft, 21. aldar maður, þótt hann hafi verið uppi fyrir 1100 árum. Bergsveinn Birgisson vakti mikla athygli í Noregi árið 2013 fyrir fræðirit sitt um Geirmund heljarskinn sem hann ritaði á norsku og nefndi Svarta víkinginn. Hér er hins vegar loks hægt að lesa stórbrotna sögu Geirmundar sjálfs. Og kominn tími til.