Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Gift

4,290 ISK

Höfundur Tove Ditlevsen

Tove Ditlevsen (1917-1976) var einn merkari höfunda Dana á síðustu öld. Hún var elskuð af lesendum og hlaut fjölda verðlauna fyrir verk sín en hún fékk líka stundum harða útreið hjá gagnrýnendum sem margir töldu hana of opinskáa um einkalíf sitt. Verk Tove Ditlevsen þykja gefa einstaka innsýn í líf kvenna á 20. öld.

Gift er heiðarleg og átakanleg frásögn og höfundurinn hlífir sjálfri sér hvergi. 

Bækur Tove Ditlevsen eru um þessar mundir víða lesnar sem sígildar bókmenntir og hafa nýverið komið út á ensku hjá Penguin Classics. Árið 2021 kaus New York Times Gift eina af bestu bókum ársins.

Þórdís Gísladóttir þýddi úr dönsku

„Ótrúleg og mögnuð saga um áráttu ... meistaraverk.“ 
– The Guardian

„Grípandi lýsing á misnotkun og mikilvægt innlegg í bókmenntasögu kvenna”
– MMMM / M-magasin

„Flugbeitt og óhugnanleg saga sem tekur sér bólfestu undir húð lesandans“
– Expressen

„Hvílíkir rithæfileikar. Hvílíkt líf. Lítil bók um stórt efni.”
– ETC

„Fallega skrifuð og sönn saga fólks á jaðrinum.“ – Patti Smith