Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Gleði Bjargar - Hamingja er markmið

6,990 ISK

Höfundur Björg Þórhallsdóttir

Um bókina segir höfundurinn:
 
„Ég er sannfærð um að við getum valið að vera hamingjusöm. Ég veit einnig að það
krefst fyrirhafnar. Til að finna sanna innri gleði þarftu að vinna rækilega
hreinsunarvinnu og losa þig við allt sem rænir þig orku. Þannig getur þú skapað rými
fyrir ást, gleði og vöxt. Auðveldara er að vera hamingjusöm þegar þú hefur tilgang og
kærleika í lífinu. Allt þetta mun ég kenna þér í þessari bók. Ósk mín er sú að þú
vaknir á hverjum morgni með hjartað fullt af gleði og þakklæti fyrir nýjan dag – með
kærleika.“
 
Björg Þórhallsdóttir listakona er höfundur hinna vinsælu dagbóka Tíminn minn, sem
komið hafa út hér á landi í rúman áratug. Hún boðar gleði og fegurra líf. Björg fluttist
ung til Noregs og nýtur þar mikilla vinsælda, bæði sem myndlistarmaður og
rithöfundur. Gleði Bjargar, kom fyrst úr í Noregi og vermdi um tíma í efsta sæti
bóksölulista þar í landi.