Hafsjór af lykkjum
7,990 ISK
Höfundur Lotte Rahbeck, Gitte Verner Jenssen
Hafsjór af lykkjum er klassísk og falleg prjónabók í stærðum fyrir karla, konur og börn. Hér er að finna 23 einfaldar og stílhreinar uppskriftir, flestar að peysum en einnig að ýmsum öðrum flíkum og fylgihlutum, til dæmis húfu, sjali og barnateppi, sem koma sér vel bæði á sjó og landi. Flíkurnar eru í senn praktískar, hlýjar og fallegar.
Í bókinni eru fjölmargar gamlar ljósmyndir af sjómönnum og öðru fólki sem vann ýmist á sjó eða landi við fisksölu, netagerð og margt fleira sem tengdist sjósókn. Það eru einmitt þessar myndir og stemningin í kringum sjómennskuna hér áður fyrr sem höfundarnir túlka í hönnun uppskriftanna og birtast ekki síst í litavali og margskonar munstrum.
Ásdís Sigurgestsdóttir og Guðrún B. Þórsdóttir þýddu.