Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Hamfarir

5,890 ISK

Höfundur Auður Aðalsteinsdóttir

Náttúra og loftslag jarðar eru þegar farin að umbreytast vegna hamfarahlýnunar, fjöldaútrýmingar og annarra tengdra umhverfisógna sem hafa munu trámatískar afleiðingar fyrir allt jarðlíf. Í þessari bók er fjallað um það hvernig aukin meðvitund um þessar umhverfiskrísur og um víxlverkun allra þátta í vistkerfi okkar, mennskra og meir-en-mennskra, birtist í samtímabókmenntum
og -myndlist.

AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR er doktor í bókmenntafræði og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á sviði umhverfishugvísinda í Þingeyjarsveit. Meðal fyrri ritverka hennar er fræðibókin Þvílíkar ófreskjur. Vald og virkni ritdóma á íslensku bókmenntasviði (2021)