Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Heimili

3,990 ISK

Höfundur Carson Ellis

Sumir búa á hafsbotni, aðrir í trjábol, enn aðrir í kastala. Og hver skyldi búa í þessum gamla skó?

Heimili sendir lesendur skapandi og skemmtilegt ferðalag um ólík heimkynni fólks og furðuvera úti um alla jörð – en einnig út í geim og á vit heimila sem kannski finnast aðeins í hugarfylgsnum okkar.

Rétt eins og önnur verk myndsnillingsins Carson Ellis er bókin prýdd hugmyndaríkum og fjölbreyttum teikningum sem eru engu líkar. Sannkallað listaverk handa fagurkerum á öllum aldri.

Carson Ellis er margverðlaunuð listakona, rithöfundur og myndskreytir. Hún býr á bóndabæ í Oregon ásamt eiginmanni sínum, tveimur sonum og fjölda dýra. AM forlag hefur gefið út tvær aðrar bækur eftir hana: Kva es þak? og Stysti dagurinn.

Sverrir Norland íslenskaði. Hann býr í íbúð í Reykjavík ásamt eiginkonu, tveimur börnum, níu gítörum og 2487 bókum.