Hlaupabókin
4,498 ISK
Höfundur Arnar Pétursson
Hvernig byrjarðu að stunda hlaup eða heldur áfram að bæta þig? Hvernig eykurðu úthaldið og hvernig er best að sinna andlegu hliðinni? Hvernig bætirðu hlaupastílinn og hvernig topparðu á réttum tíma? Hvernig nærðu árangri en forðast jafnframt meiðsli? Hvað með næringu, hvíld og endurheimt? Í þessari aðgengilegu og áhugaverðu bók afreksmannsins Arnars Péturssonar er að finna svör við öllum þessum spurningum – og miklu fleiri. Þetta er sannkölluð biblía hlauparans!
Hvort sem þú ert byrjandi, þrautreyndur hlaupari eða vilt bara bæta úthaldið opnar Hlaupabókin þér nýjan heim. Arnar bendir þér á einfaldar leiðir til að tryggja að hlaupin veiti þér ánægju, þú bætir árangur þinn, auk þess að fara vel með líkamann svo hlaupin geti fylgt þér alla ævi.
Arnar Pétursson er sjöfaldur Íslandsmeistari í maraþoni. Hann dregur hér saman þekkingu og aðferðir þrautreyndra afreksþjálfara sem hafa nýst honum sjálfum vel við æfingar og í þjálfun – og þú getur lagað að þínum þörfum. Ómissandi bók fyrir alla hlaupara, byrjendur jafnt sem lengra komna!