Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Hulda Vala - Týndi fjársjóðurinn

1,790 ISK

Höfundur Diana Kimpton

Þegar forn hringur finnst á Eyjunni grípur um sig gullæði og allir eyjaskeggjar reyna að finna fjársjóðinn. En dýrunum er ekki skemmt og umstangið setur líf þeirra úr skorðum. Getur Hulda Vala hjálpað þeim án þess að koma upp um töframáttinn í hálsmeninu?

Þessar bækur eru ætlaðar börnum á aldrinum 7 ára+ sem eru að takast á við sínar fyrstu „alvöru” bækur. Skemmtilegar og spennandi sögur en með stóru letri og góðu línubili sem hentar byrjendum.

Bók nr. 7 í bókaflokknum um ævintýri Huldu Völu