Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Í útlegð

3,299 ISK

Höfundur Josep Roth

Í útlegð hefur að geyma texta sem mörkuðu upphaf og endi útlegðarára rithöfundarins Josephs Roth (1894-1939) í París eftir að nasistar komust til valda í Þýskalandi árið 1933.

Helgisaga drykkjumanns greinir frá nokkrum dögum í lífi sómakærs drykkjumanns sem enn trúir á kraftaverk og kýs heldur að lifa í blekkingu en örvæntingu. Þessi ljúfsára og sígilda saga er í senn töfrandi og írónísk og samin af miklu innsæi.

Í Mannsandinn brenndur á báli gerir Roth upp sakirnar við nasista skömmu eftir að þeir hófu opinberlega að brenna bækur þeirra rithöfunda sem þeim líkaði ekki við. Þessi beitta og skarpskyggna ritgerð veitir merkilega sýn á bókabrennur nasista og á enn fullt erindi tæpri öld eftir að hún birtist fyrst.

Joseph Roth var meðal fremstu rithöfunda Austurríkis á fyrri hluta 20. aldar.

Jón Bjarni Atlason þýddi og ritaði eftirmála.