Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Íslensk fjöll - gönguleiðir

5,490 ISK

Höfundur Pétur Þorleifsson, Ari Trausti Guðmundsson

Að ganga á fjöll er skemmtileg dægradvöl og veitir góða innsýn í náttúru, staðfræði og sögu landsins. Tveir kunnir fjallamenn, þeir Ari Trausti Guðmundsson og Pétur Þorleifsson, leiðbeina hér fólki um gönguferðir á íslensk fjöll, sum alkunn og önnur minna þekkt. Sumar leiðirnar eru afar auðveldar og henta öllum, aðrar reyna meira á göngufólkið og fáeinar krefjast töluverðrar þjálfunar og útbúnaðar.

Í bókinni er ljósmynd af hverju fjalli um sig ásamt ítarlegri leiðarlýsingu og korti þar sem gönguleiðin er teiknuð inn. Einnig eru fjölbreyttar upplýsingar um gönguna sjálfa, svo sem mat á því hversu erfið hún er, lengd hennar og bratta og hve langan tíma hún gæti tekið. Þá er sagt frá jarðfræði svæðisins og landslagi, og útsýni af tindinum lýst.

Íslensk fjöll er í senn fróðleg og gagnleg bók öllum þeim sem vilja kynnast landinu nánar og frá nýjum sjónarhornum. Hér ættu allir að finna gönguleiðir við sitt hæfi, kyrrsetufólk og fjölskyldufólk jafnt sem þrautþjálfaðir göngugarpar.