Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Jarðtengd norðurljós
4,690 ISK
Höfundur Þórarinn Eldjárn
Jarðtengd norðurljós inniheldur óbirt ljóð af ýmsu tagi, óbundin, háttbundin og prósaljóð og yrkisefnin fjölbreytileg.
Á hjarni
Í bílljósunum
dansandi fjúk um veginn
jarðtengd norðurljós.
Næsta dag
stirnir á hjarni vetrarsól
stjörnur himins
hafa allar hrapað
og dreift sér
um víðan völl
blikandi
blikkandi
á hvítum grunni.
Ég dreg upp símann
en það næst ekki á mynd.
Hentar þeim mun betur
í ljóðmynd.