Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Jólaljós

4,490 ISK

Höfundur Ragnheiður Gestsdóttir

Jólaljósin lýsa upp skammdegið og stytta biðina eftir jólunum. En af hverju eru ekki komin upp nein ljós á númer 12? Og af hverju er Þormóður á efstu hæðinni alltaf í fúlu skapi? Blær og Fatíma ákveða að gera eitthvað í málunum því stundum þurfa krakkar bara að láta til sín taka.

Ragnheiður Gestsdóttir, einn af okkar ástsælustu höfumdum og teiknurum, er höfundur Jólaljósaseríunnar í ár. Ljúfur texti, fallegar myndir og hátíðarbragur beint í æð.

Í Ljósaseríunni eru myndskreyttar barnabækur með fjölbreyttum efnistökum. Sögurnar eru eftir íslenska höfunda og túlkaðar af ólíkum myndskreytum. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil.