Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Karamazov-bræðurnir

4,490 ISK

Höfundur Fjodor Dostojevskí

Sagan um Karamazov-bræðurna og saurlífissegginn föður þeirra er eitt frægasta skáldverk allra tíma og Sigmund Freud sagði það vera mögnuðustu skáldsögu sem skrifuð hefði verið.

Þetta er stórbrotin saga um afbrýði, hatur og morð en jafnframt kærleika og bróðurþel. Hún hverfist um skilgetnu synina þrjá, svallarann Dmítrí, hugsuðinn Ivan og dýrlinginn Aljosha, og samband þeirra við föðurinn, en fjöldi minnisstæðra aukapersóna gerir frásögnina einstaklega margradda. Þegar föðurmorð er framið og réttarhöld hefjast er hverjum steini velt við og tekist á við stærstu spurningar mannlegrar tilveru.

Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi söguna úr rússnesku og hlaut mikið lof fyrir. Þýðingin kom út í tveimur bindum árin 1990 og 1991.

Fjodor Dostojevskí (1821–1881) skrifaði nokkur þekktustu skáldverk rússneskra bókmennta, þar á meðal Glæp og refsingu og Fávitann, en Karamazov-bræðurnir var síðasta verk hans og að margra mati það merkasta. Sagan kom út á árunum 1879–1880 og hafði mikil áhrif á bókmenntir heimsins en einnig á hugsuði eins og Albert Einstein og Ludwig Wittgenstein.