Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Kláði

3,990 ISK

Höfundur Fríða Ísberg

Fríða Ísberg er í hópi okkar athyglisverðustu ungu höfunda. Sögurnar í þessu fyrsta smásagnasafni hennar eru í senn djarfar, sposkar og ríkar af innsæi.

Fríða smeygir sér af lipurð milli hugarheima ýmissa einstaklinga sem á einn eða annan hátt klæjar undan væntingum eða kröfum samtíma síns.

Bókin er tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020.