Í Kúbudeilunni árið 1962 munaði minnstu að kjarnorkustyrjöld brytist út milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Um nokkurra vikna skeið rambaði heimurinn á barmi hugsanlegrar gereyðingar. Í þessari frábæru bók Max Hastings er saga þessara vikna rakin með ljóslifandi hætti.
Kúbudeilan 1962
7,990 ISK
Höfundur Max Hastings
Hastings skrifar jafnt út frá sjónarhóli þjóðarleiðtoga, sovéskra embættismanna, kúbverskra bænda, bandarískra flugmanna og breskra afvopnunarsinna, svo nokkuð sé nefnt. Hann styðst við frásagnir sjónarvotta, opinber skjöl, dagbækur, bréf og einstæðar hljóðupptökur úr Hvíta húsinu. Dregin er upp eftirminnileg mynd af þeim sem helst komu við sögu, svo sem Kúbuleiðtoganum Fidel Castro, Sovétleiðtoganum Níkíta Krúsjoff og Kennedy Bandaríkjaforseta sem allir voru undir miklu álagi vegna yfirvofandi ragnaraka.
Hastings skrifaði bókina með það fyrir augum að bregða nýju ljósi á einstaka atburði sem gerðust fyrir sextíu árum. En þegar bókin kom út hafði ógnin um allsherjartormímingu óvænt verið endurvakin með innrás Rússa í Úkraínu og átökunum sem hafa fylgt í kjölfarið. Bókin felur því óvænt í sér mikilvægan boðskap í samtímanum: Hvernig tókst að forða veröldinni frá yfirvofandi kjarnorkustyrjöld árið 1962?