Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Kuldagustur

3,990 ISK

Höfundur Quentin Bates

Lögregluforinginn Gunnhildur hefur fengið leyfi frá störfum til að vera lífvörður manns sem fé hefur verið sett til höfuðs. Þeim er komið fyrir á „öruggum stað“ utan Reykjavíkur. Brátt kemur í ljós að þau eru alls ekki örugg og staðurinn ekki eins leynilegur og látið hafði verið í veðri vaka.  Í einangruninni með manninum kynnist Gunnildur honum smám saman betur og fortíð hans. Hún veltir því fyrir sér hvort það sé þess virði að hætta lífi sínu við að verja mann sem hefur fjölda mannslífa á samviskunni… Þetta er þriðja bókin um Gunnhildi sem kemur út á íslensku.