Litla bókabúðin við vatnið
3,990 ISK
Höfundur Jenny Colgan
Zoe býr við þröngan kost í London með ljúfa drengnum sínum Hari sem af einhverjum ástæðum talar ekki. Þegar leigusalinn tilkynnir Zoe að hann ætli að hækka leiguna veit hún ekki hvað hún á til bragðs að taka. Faðir Hari tekur litla sem enga ábyrgð á umönnun eða uppeldi sonarins og Zoe finnst hún vera í vonlausri stöðu.
Nina rekur bókabúð í sendibíl nærri Loch Ness í Skotlandi og bráðvantar einhvern til að leysa sig af, því hún á von á sínu fyrsta barni með hægláta bóndanum Lennox.
Þegar Zoe býðst að sjá um bókabílinn fyrir Ninu, og gæta barna fyrir herragarðseigandann og einstæða föðurinn Ramsay Urquart í skiptum fyrir húsnæði, grípur hún tækifærið í von um betra líf. Sú ákvörðun á eftir að reynast afdrifarík fyrir fleiri en þau mæðginin.
Hugljúf saga um traust, vináttu og ást.
Sjálfstætt framhald Litlu bókabúðarinnar í hálöndunum eftir skoska metsöluhöfundinn Jenny Colgan en bækur hennar hafa slegið í gegn hjá lesendum á Íslandi.
Erna Erlingsdóttir þýddi.